00 kr.
VörurFjöldiVerð

Um okkur

 Lýsing & Hönnun var stofnað haustið 2007 og er fyrirtæki sem býður upp á sérhæfða ráðgjöf og  hönnun í lýsingu, raflögnum og stýringum ásamt miklu úrvali af ljósum og fullkomnu  ljósa- og hitastýrikerfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki í allar gerðir bygginga.

 Lýsing & Hönnun byggir á margra ára reynslu í raflagna- og lýsingarhönnun ásamt hönnun,  forritun og uppsetningu á ljósa- og hitastýrikerfum ásamt öryggis- og hljóðkerfum í allar gerðir  bygginga. Þar má nefna: Einbýlishús, rað- og parhús, íbúðablokkir, skóla, íþróttamannvirki,  skrifstofur, verslanir og iðnaðarhúsnæði.

 Lýsing & Hönnun byggir á margra ára reynslu í forritun, uppsetningu og prófunum á  hússtjórnarkerfum og loftræsikerfum ásamt iðnstýringum og skjámyndakerfum fyrir iðnað.

 Lýsing & Hönnun vinnur með húsbyggjendum, byggingaverktökum, rafverktökum, arkitektum og  innanhúsarkitektum.

 Lýsing & Hönnun býður upp á:

·                     Heildarlausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga

·                     Nútíma lausnir í raflögnum og lýsingu

·                     Vönduð og fagleg vinnubrögð

·                     Lýsingarhönnun ásamt teikningum

·                     Raflagnahönnun ásamt teikningum, verklýsingum og magnskrám

·                     Hönnun og forritun á ljósa- og hitastýrikerfum ásamt öryggis- og hljóðkerfum

·                     Ljós og allar gerðir díóðulausna

·                     Fullkomið stýrikerfi frá HDL

·                     Alla almenna verkfræðiþjónustu og ráðgjöf á svið raflagna og stýringa

·                     Hönnun, forritun og prófanir á hússtjórnarkerfum og loftræsikerfum

·                     Hönnun, forritun og prófanir á iðntölvustýringum ásamt skjámyndakerfum fyrir iðnað

·                     Hönnun rafkerfa fyrir iðnað